Reynsla, þjónusta og framsækni

Raflausnir rafverktakar ehf er ungt og framsækið raflagna-þjónustu fyrirtæki. Starfsmenn Raflausna rafverktaka búa yfir mikilli reynslu á sviði raflagna, tölvu og stýrilagna og hafa fengist við raflagnir hjá flestum fremstu fyrirtækjum landsins á sviði raforkuframleiðslu, iðnaðar og sjávarútvegs.

Verkefni og
viðskiptavinir

OKKAR
ÞJÓNUSTA

Almennar Raflagnir

Við bjóðum upp á heildarlausn fyrir okkar viðskiptavini; hönnun, raflagnir og efnisöflun. Tilboðsverk, tímavinna og þjónustusamningar við fyrirtæki þar sem við komum reglulega og yfirförum raflagnir, lýsingu og loftræstikerfi.

Fjarskiptalagnir

Uppsetningar á tölvu og netkerfum fyrir fyritæki og stofnanir. Um þessar mundir er verið að leggja breiðbandið niður. Í auknum mæli er fólk að taka sjónvarpsteningar í gegnum netið.

Öryggiskerfi

Uppsetning á brunakerfum, aðgangskerfum, innbrota-viðvörunarkerfum í samstarfi við öryggisfyrirtækin Securitas, Nortek og Öryggismiðstöðina.